LIST2BL05 - Listfræði

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn er einn af fimm mögulegum áföngum í listasögu – en eins og allir listasöguáfangar stendur hann sjálfstæður. Listfræði fjallar um lögmál og meginreglur listarinnar, er þjálfun í myndgreiningu og myndlæsi sem felst í því að geta lesið myndmál eins og ritaðan texta. Listfræði fjallar um ýmis form sjónlista: málverk, höggmyndir, ljósmyndir og kvikmyndir, auk arkitektúrs og hönnunar. Farið er yfir flokkun listaverka, listastefnur, táknfræði (íkonagrafíu), liti og litafræði, um listgagnrýni ofl. Hún kennir nemendum gagnrýna hugsun, listfræðilega orðanotkun og þjálfun í að setja hugsanir sínar og upplifun í orð, bæði í tal- og ritmáli.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Lögmál listarinnar, flokkun listaverka, litafræði, saga litanna, táknfræði, myndlestur, myndgreining, málverk, höggmyndir, arkitektúr, ljósmyndir, kvikmyndir, þjálfun augna og huga, upplifun, gagnrýn
hugsun.

Námsmat:

Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf.