Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.
Stutt lýsing á efni áfangans: 
Markmið áfangans er að byggja ofan á þá þekkingu og reynslu sem þegar er fyrir hendi úr byrjendaáfanga í jóga. Dýpra jóga, markvissari stöður, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. 
Nokkur lykilhugtök áfangans: 
Virkni, liðleiki, styrkur, þol, teygjur, öndun, slökun, hugleiðsla.
Námsmat: 
- Mæting gildir 70%
 
- Ástundun og kennaraeinkunn 30%
 
Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann. Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.