LÍKA2CG01 - Gönguáfangi - fjórar stuttar (fjall)göngur

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Lögð er áhersla á að byggja upp gönguþrek og úthald. Nemendur fræðast um hagnýta hluti sem tengjast gönguferðum og fjallgöngum og upplifa íslenska náttúru í góðum félagsskap.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hreyfing, loftfirrt þol, loftháð þol, úthald, styrkur, liðleiki, útivist.

Námsmat:

Áfanginn er utan við töflu; fjórar eftirmiðdagsgöngur á miðvikudögum, auk kynningartíma í fyrstu viku annarinnar. Nemendur verða að mæta í kynningartímann og allar göngurnar til þess að ná hámarkseinkunn. Fjarvist í tveimur göngum jafngildir falli. Nemendur greiða rútukostnað.