Stutt lýsing á efni áfangans:
Viðfangsefni áfangans er Leiklist í Bretlandi með áherslu á það helsta sem er að gerast í leikhúslífi í London í nútímanum. Farið verður stuttlega yfir leiklistarsögu Lundúnaborgar og leikhúslandslag borgarinnar skoðað. Lesin verða leikrit eftir breska höfunda og unnið með senur úr þeim.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Leiklistarsaga, leikhúsmenning, sviðsverk, gjörningar, Shakespeare, National Theatre, leikritun,
leikskáld, leikhúsgreining, búningasaga, leikmyndagerð.
Námsmat:
Frammistöðumat, verkefni.
Kostnaður:
Nemendur greiða ferðakostnaðinn sem er gefinn upp hverju sinni.