LEIK3CM05 - Söngleikir

Stutt lýsing á áfanganum:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist vel heimi söngleikja, sögu þeirra frá upphafi fram á okkar daga. Nemendur velja sér lög úr söngleikjum, í samráði við kennara, til að æfa og sýna.

Nokkur lykihugtök áfangans : 

Söngleikir, saga söngleikja, söngkynning.

Námsmat:  

Mæting, ástundun, kynning á söngskáldum, kynning á sönglagi. 

Námsefni: 

Efni frá kennara.