Stutt lýsing á efni áfangans:
Viðfangsefni áfangans er eintöl í leikhúsi og undirbúningur fyrir inntökupróf í listaskóla. Unnið er með eitt klassískt eintal, eitt nútíma eintal og sjálfstæðan gjörning. Farið er í textavinnu, framsögn og raddbeitingu, auk sjálfstæðrar sköpunar sviðsverka. Velt fyrir sér hvað rekur mann til að sækja um nám í listaskóla og ferlið sem liggur þar á bak við.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Eintal, greining á texta, bundið mál, óbundið mál, framsetning, raddmótun, framsögn, persónusköpun, túlkun, sviðsvitund, gjörningur, sviðsverk, sjálfstæði, inntökupróf, ferli, undirbúningur, listnám, sviðslistir, Listaháskóli.
Námsmat:
Frammistöðumat, símat, sjálfsmat, verkefni, sýning á verkefnum.