LEIK1AV05 - Sviðslistir: Viðfangsefni, vinnuferli og starfsumhverfi

Stutt lýsing á efni áfangans:

Kynning á viðfangsefnum, vinnuferli og umgjörð sviðslista í samfélaginu í dag. Skoðað er hvað eru sviðslistir. Fylgst er með vinnuferli á sviðsverki í leikhúsi og farið er á sýningar og í heimsóknir í sviðslistastofnanir og starfsemi og uppbygging þeirra könnuð frá öllum hliðum: út frá áhorfandanum, leikaranum, leikstjóranum, sviðsmyndahönnuði, búningahönnuði og ljósa- og hljóðhönnuði. Fjármálahlið sviðslista er könnuð og farið er yfir hvaða kostnaður liggur að baki sviðsverki í leikhúsi.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Sviðslistir, vinnuferli, uppbygging, sviðslistastofnun, leiksýning, starfsumhverfi.

Námsmat:

Próflaus áfangi. Verkefni, leiðsagnarmat, frammistöðumat.