KÓRS3DY03 - Yndislestur og flutningur kórverka - framhald

Stutt lýsing á áfanga:

Nemendum er raðað í fámenna sönghópa (4-8), eftir því hvaða söngrödd þeir tilheyra. Hver söngrödd velur eitt kórverk af kórverkalista (sópranraddir velja eitt, altraddir eitt o.s.frv.). Kórverkalisti mun innihalda flóknari kórverk en í fyrri áfanga. Þetta eru verk samin í fjölröddun, byggð á lágréttri hugsun, kontrapunkti og hermiröddun. Allur hópurinn undirbýr það verk sem verður fyrir vali hverrar söngraddar og flytur í viðtalstímum. Þar læra nemendur einnig grunntækni í kórstjórn og í lokatíma áfangans velur allur hópurinn verk, sem hver og einn nemandi bæði syngur og stjórnar.

Námsmat:
Til þess að ná áfanganum þarf hver nemandi þarf að geta sungið sína söngrödd í öllum völdum verkum, sem og stjórnað lokaverki áfangans.
Undanfari:
KÓRS3CY03 – Yndislestur og flutningur kórverka. Einungis nemendur sem eru núverandi meðlimir Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð geta skráð sig í áfangann.