KÓRS3CY03 - Yndislestur og flutningur kórverka

 
Stutt lýsing á áfanga:
Nemendum er raðað í fámenna sönghópa (4-8), eftir því hvaða söngrödd þeir tilheyra. Hver söngrödd velur eitt kórverk úr hópi tíu kórverka (sópranraddir velja eitt, altraddir eitt o.s.frv.) Allur hópurinn undirbýr það verk sem verður fyrir vali hverrar söngraddar og flytur fyrir kórstjóra í 4-5 viðtalstímum.
 
Námsmat:
Til þess að ná áfanganum þarf hver nemandi þarf að geta sungið sína söngrödd í öllum völdum verkum, án aðstoðar hljóðfærameðleiks eða annarra söngradda.
 
Undanfari:
6 einingar í kór eða sambærileg tónlistarmenntun. Einungis nemendur sem eru núverandi meðlimir Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð geta skráð sig í áfangann.