JARÐ2BN05 - Náttúruvár og náttúruhamfarir

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn fjallar um þau ferli jarðar, innræn og útræn, sem geta snúist upp í náttúruhamfarir. Gerð er grein fyrir helstu gerðum náttúruvár, dæmi tekin af umfangsmiklum atburðum og áhrif á náttúru og samfélög skoðuð. Einnig er fjallað um varnir gegn og viðbrögð við hamförum. Áhættusvæði á Suðurlandi eru skoðuð í vettvangsferð.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Náttúruvár: gliðnunarhrinur, eldgos, öskufall, gjóskuflóð, gosmóða, eldfjallavetur, jarðskjálftar og flóðbylgjur, snjóflóð, skriðuföll og flóð, veðurtengdar vár svo sem djúpar lægðir og fellibyljir. 

Varnir og viðbrögð: fyrirbyggjandi aðgerðir, spár, almannavarnir og viðvörunarkerfi, viðbúnaður og hjálparstarf.

Námsmat:

Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggir á áfangaprófum, verkefnum og ástundun.