JARÐ2BB05 - Jarðfræði Íslands

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut og valáfangi á öðrum brautum. 

Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn fjallar um áhrif innrænna og útrænna afla á yfirborð jarðar. Fjallað er um myndun og flokkun bergs, orsök jarðskjálfta og brotalínur, kvikumyndun, eldvirkni og eldstöðvar og mótun landslags af völdum útrænna afla. Umfjöllun tekur sérstakt mið af jarðfræði Íslands. Áhersla er á verklegar æfingar, bæði í kennslustofu og úti í náttúrunni. Farið er í lengri vettvangsferð í áfanganum.

Nokkur lykilhugtök áfangans:
Bergfræði jarðar: myndun bergs, steindir, storkuberg, íslenskar bergtegundir, berggreining.

Jarðskjálftar: upptök jarðskjálfta, jarðskjálftabylgjur, jarðskjálftamælingar, brotalínur og sprungureinar.

Eldvirkni: eldvirkni á jörðinni og Íslandi, gosbelti, eldgos og eldstöðvar, gos í jökli og sjó, móbergsfjöll.

Landmótun: jökulrof, hvalbök, dalir og firðir, árrof, skessukatlar, gil og gljúfur, sjávarrof, strendur og sjávarbjörg.

 

Námsmat:
Áfanginn er símatsáfangi. Verkefni, áfangapróf og ástundun eru metin til lokaeinkunnar.