JARÐ2AA05 - Almenn hnattræn jarðvísindi

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut. Nemendur á öðrum brautum geta valið þennan áfanga sem einn af þremur raungreinaáföngum í kjarna. 

Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn gefur yfirlit yfir jörðina í heild, allt frá jarðarmiðju til ystu loftlaga og ferlin sem eru að verki, innræn og útræn. Meginviðfangsefni eru lofthjúpurinn, höfin og fasta jörðin. Lofthjúpur, vindakerfi og veður, hafstraumar, landrek og önnur ferli sem hafa megináhrif á þróun jarðar eru til umfjöllunar. Jörðin er borin saman við aðra hnetti sólkerfisins. Nemendur vinna fjölbreytileg verkefni í áfanganum þar sem lögð er áhersla á að greina aðalatriði og orsakasamhengi innan kerfa jarðarinnar.

Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sólkerfið: sólkerfið, reikistjörnur, samspil jarðar og tungls, árstíðir.

Lofthjúpur: samsetning og lagskipting lofthjúps, geislun, vindakerfi jarðar, veður og náttúrulegar veðurfarsbreytingar.

Haf: selta sjávar, færiband heimshafanna, straumakerfi, El Nino, hafís.

Hin fasta jörð: lagskipting jarðar, jarðvarminn, jarðskorpuflekar og flekarek, eyjaröð, þverhryggur, landslag jarðarinnar.

Vatnið: úrkoma, grunnvatn, jöklar, ár, landmótun.

Námsmat:
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru verkefni, áfangapróf og ástundun metin til lokaeinkunnar.