ÍSLE3CV05 - Rómantík og hryllingur í bókmenntum

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum lesum við texta frá 19. og 20. öld og fræðumst um gotnesku
skáldsöguna sem fjallar oftar en ekki um hið óræða og myrka í mannsálinni. Þá
kynnumst við helstu hryllingshöfundum samtímans og skoðum m.a. hvernig
hryllingur og ástríða birtist í dægurmenningu 21. aldar.
Höfundar sem verður m.a. litið til í áfanganum eru: Edgar Allan Poe, Bram Stoker,
Jónas Hallgrímsson, Mary Shelley, Oscar Wilde, Anna Rice og Stephen King, Svava
Jakobsdóttir, Yrsa, Steinar Bragi og fl. Kvikmyndir Tim Burton verða til umræðu og
textar hljómsveitarinnar The Cure og tónlistarmannsins Nick Cave koma einnig við
sögu.

Námsmat:

Áfanginn er próflaus en fjölbreytt verkefni unnin á önninni. Gert er ráð fyrir virkri
þátttöku nemenda í tímum, samvinnu og góðri ástundun. Nemendur móta
námsmat áfangans í samvinnu við kennarann að hluta til en eiga að standa skil á
tveimur stærri samvinnuverkefnum á önninni.