ÍSLE3CÍ05 - Íslendingasögur

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum gefst tækifæri til að kynna sér Íslendingasögur nánar. Lesnar verða a.m.k. þrjár sögur og þær brotnar til mergjar. Lögð er áhersla á nákvæman lestur, textagreiningu, innlifun og skapandi verkefnavinnu. Margs konar verkefni verða unnin í tengslum við lesturinn, bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni, munnleg jafnt sem skrifleg.

Námsmat:

Ekkert lokapróf er í áfanganum, krafist er mætingar, virkrar þátttöku og verkefnaskila, munnlegra sem skriflegra.