ÍSLE3CH05 - Íslenska 3. Fornbókmenntir - hraðferð
																					                                                    
                        						
	
	
									
					
					
				Stutt lýsing á áfanganum: 
Viðfangsefni áfangans er íslensk bókmenntasaga frá upphafi til 1550. Lesin er bókmenntasaga og brot úr fornum kveðskap og annars konar textum. Brennu-Njáls saga er lesin í heild. Markmiðið er að kynnast hugmyndaheimi norrænna manna og íslenskum menningararfi. Notkun heimilda og úrvinnsla þeirra í ritgerðarskrifum.
Nokkur lykilatriði áfangans:
Eddukvæði, Brennu-Njáls saga, íslenskt mál á ólíkum tímum, heimildavinna, ritgerðarsmíð.
Námsmat:
Ritgerð, verkefni og lokapróf.