HEIM2BF05 - Fagurfræði

Staða áfanga: 

Áfanginn getur verið hluti af kjörgrein í heimspeki eða sem hluti af blönduðu listgreinavali á listmenntabraut.

Stutt lýsing á áfanganum

Í þessum áfanga er markmiðið að öðlast skilning á helstu kenningum og hugtökum fagurfræði og listheimspeki. Nemendur fá þjálfun í að beita þessum hugtökum sjálfstætt í greiningu á listum, menningu, umhverfi og samfélagsumræðu. Dæmi um viðfangsefni og spurningar sem teknar verða fyrir eru: Hvað er list? Hvað er fegurð? Hver er listamaður? Hvert er hlutverk listarinnar í samfélaginu? Er allt sem er fallegt gott? Af hverju hrífumst við af fegurð náttúrunnar? Hvað er persónulegur smekkur? Er listin blekkingarleikur?

Nokkur lykihugtök áfangans:

List, fegurð, sköpun, smekkur, innblástur, upplifun, menning, upprunaleiki, skáldskapur, blekking, náttúra, umhverfi, fyrirbæri, skynjun, listgagnrýni. 

Námsmat: 

Þátttaka í tímum, ígrundanir, listgagnrýni, hópverkefni og fleira.

Námsefni:

Textar, myndefni, hljóðupptökur, hlaðvörp og fleira.