FRAN2DD05 - Franska 4

Í þessum áfanga gefst kostur á að dýpka skilning á menningu viðkomandi
tungumálasvæðis. Áfram er unnið með færniþættina fjóra, hlustun, lestur, tal
og ritun eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. 

Námsmat: Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra
færniþátta. Áfanginn er próflaus.