FÉLA3CA05 - Afbrotafræði - framhaldsáfangi

Áfangalýsing:

Farið verður í helstu kenningar afbrotafræðinnar og þeim beitt á málefni afbrotafræðinnar
sem eru í brennidepli. Skoðuð verður þróun afbrota og refsinga hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum. Farið verður í heimsóknir og sérfræðingar á sviðinu fengnir í heimsókn.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, að þeir beiti öguðum vinnubrögðum um
umfjöllun um málefni tengdum afbrotum og öðlist færni í að vinna með örðum metnaðarfull
verkefni. Nemendur vinna sjálfstæða rannsókn.

Námsmat:
Námsmatið byggir á hlutaprófi og verkefnum sem unnin eru á önninni.