FÉLA2BF05 - Fjölmiðlafræði

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum kynnast nemendur fjölmiðlafræði og helstu hugtökum hennar. Ólíkir miðlar eru skoðaðir, uppruni þeirra og staða í vaxandi tæknisamfélagi. Samfélagsmiðlar eru skoðaðir og ýmis siðferðisleg álitamál sem tengjast þeim og áhrifum þeirra eru til skoðunar, áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til þess að auka fjölmiðlalæsi sem nýtist þeim í daglegu lífi, námi og störfum. Nemendur kynnast starfsumhverfi blaða- og fréttamanna og vinnubrögðum þeirra auk þess sem þau þjálfa sig í mismunandi formum í miðlun upplýsinga.

Námsmat: 

Fjölmiðlafræði er símatsáfangi, þ.e. námsmat er í formi fjölbreyttra verkefna sem skilað er jafnt og þétt yfir önnina.