DANS3CF05 - Ferðaáfangi

Stutt lýsing á efni áfangans:

Fimm daga ferð til Kaupmannahafnar sem farin er í lok annar
eftir síðasta próf og fyrir útskrift. Undirbúningur og úrvinnsla á ferðinni fer fram í tímum.
Nokkur lykilhugtök áfangans:

Kennslan er miðuð við C1 samkvæmt evrópsku
tungumálamöppunni. Þekking á Kaupmannahöfn nútímans ásamt sögu borgarinnar, dönsku
samfélagi og nútímamenningu. Áhersla er lögð á alla færniþætti og mikilvægt er að
nemendur tjái sig munnlega. Í áfanganum er gerð krafa um að nemendur geti unnið
sjálfstætt bæði í einstaklings- og hópvinnu.
Námsmat: Þátttaka og símat. Munnleg og skrifleg verkefni á önn. Það er mikilvægt að vera
virkur og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.