Slangur

Texti frá þeim sem standa fyrir könnuninni.

Góðan dag, 

Ég heiti Helga Hilmisdóttir og er rannsóknardósent á Árnastofnun. Um þessar mundir stýri ég stórri rannsókn á unglingamáli á Íslandi (sjá www.islensktunglingamal.com). Mig langaði til að spyrja hvort ykkar skóli hefði tök á því að taka þátt í rafrænni slangurkönnun sem lögð er fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum landsins? Þetta er síðasti liðurinn í gagnaöflun okkar að þessu sinni. Öll svörin eru nafnlaus.

Könnunin er endurtekning á verkefni síðan skólaárið 2000-2001 (og MH tók þátt og sendi mjög mörg svör). Á þeim tíma fór þetta allt saman fram bréfleiðis.  Nú er tæknin orðin svo góð að við leggjum könnunina fyrir rafrænt. Ég er ekki með neinn aldur, námsbraut eða fjölda í huga, við tökum bara við öllum svörum sem við fáum (en nemendur mega ekki vera eldri 22). Þau eiga helst að svara þessu á skólatíma en það er þó í lagi ef þau gera þetta heima. 

Hér er svo tengill á sjálfa könnunina: https://forms.gle/Qu2PTCkDXTxjSqqk7