Valvika 1. - 11. október

Í valviku velja nemendur áfanga fyrir vorönn 2022. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðu skólans og verða þær tilbúnar 1. október þegar valið hefst. Allir sem ætla að vera í MH á vorönn 2022 þurfa að velja sér áfanga. Nýnemar haustsins velja sína áfanga í lífsleiknitíma. Aðrir nemendur eru boðaðir í valtíma 1. október þar sem þeir geta rætt við umsjónarkennarana sína og fengið aðstoð við valið.