moya

31. október - 1. desember
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur auglýst umsóknartímabil fyrir eldri nema á vorönn 2026 í framhaldsskólana frá og með 1. nóvember til 1. desember. Kynntu  þér hvað MH hefur upp á að bjóða með því að skoða heimasíðuna.
10. nóvember
Hægt er að sækja um ýmis sérúrræði í prófunum.
10. nóvember
Nemendur sem eru í tveimur prófum á sama degi geta sótt um breytingu á próftöflu
12. nóvember
Ball á vegum NFMH sem NFMH mun auglýsa betur
28. nóvember
Dimission er dagurinn þar sem tilvonandi stúdentar kveðja skólann
1.-12. desember
Prófin hefjast 1. desember
5.-19. desember
5. desember verða skólagjöld lögð á alla nemendur sem voru í fullu námi í MH á haustönn 2025 og ætla að halda áfram á vorönn. Eindagi skólagjaldanna er 19. desember. Skólagjöldin eru samtals 17.500 kr og af þeim eru 5.500 kr. valkvæð greiðsla. Skólagjöld verða lögð á nýja MH-inga seinna í desember og verður eindagi þeirra væntanlega 26. desember. Nánari upplýsingar koma síðar á heimasíðuna og í tölvupósti til nýju MH-inganna
17. desember
Á þessum degi er opnað fyrir einkunnir, prófsýning fyrir nemendur og nemendur staðfesta val sitt fyrir vorönn 2026. 
20. desember kl. 13:00
Útskrift er 20. desember kl. 13:00. Útskriftarefni eru hvött til að mæta ekki seinna en 12:40. Í lok athafnar er hópmyndataka sem enginn nýstúdent má missa af.