12.-13. ágúst
Nýnemar haustannar geta komið í heimsókn ef það er eitthvað sem þarf að laga í sambandi við stundatöflur haustannar. Nýnemar geta ekki gert breytingar í gegnum Innu - bara eldri MH-ingar. Viðtalstímar verða þriðjudaginn 12. ágúst til kl. 15 og miðvikudaginn 13. ágúst milli kl. 10 og 14 hjá námstjórum sem eru staðsettir fyrir framan skrifstofuna. Einnig er hægt að kíkja við hjá þeim eftir kynningarfund nýnema fimmtudaginn 14. ágúst.
13.-15. ágúst
Skráning í norsku eða sænsku
13.-15. ágúst
Töflubreytingar eldri nemenda fara fram í gegnum Innu til hádegis 15. ágúst.
Aðrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla eða öðrum framhaldsskólum, geta komið í MH og hitt námstjóra ef þeir telja sig þurfa breytingar á stundatöflunni. Námstjórar verða við milli kl. 10 og 14 þriðjudaginn 12. ágúst og miðvikudaginn 13. ágúst. Námstjórar verða einnig við eftir nýnemakynninguna 14. ágúst.
14. ágúst
Nýnemar haustannar eru boðaðir í skólann skv. tölvupósti sem allir munu fá þegar nær dregur. Kynningin hefst á sal, nemendur fara svo í stofur með sínum umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir ýmislegt sem skiptir máli þegar byrjað er í nýjum skóla.
18.-22. ágúst
Ef nemendur eiga enn eftir að fá leiðréttingu á stundatöflunni sinni eftir að lokað er fyrir það í Innu, er hægt að koma til námstjóra, áfangastjóra eða námsráðgjafa til og með 22. ágúst. Eftir það er einungis hægt að segja sig úr áfanga en ekki bæta við.
18. ágúst
Fyrsti kennsludagur haustannar - hefst með skólasetningu á Miklagarði kl. 9:00 og svo hefst kennsla í beinu framhaldi skv. stundaskrá.