Stöðumat í ensku, frönsku, ítölsku, spænsku og þýsku

Stöðumat í ensku, frönsku, spænsku og ítölsku verður haldið föstudaginn 14. janúar kl. 13:00.

Stöðumatið í frönsku, ítölsku, spænsku og þýsku er fyrir nemendur MH sem telja sig þurfa á því að halda.

Stöðumatið í ensku er ætlað nemendum MH sem hafa nýlega búið í enskumælandi landi og gengið þar í skóla og/eða nemendum sem hafa ensku að móðurmáli og/eða eiga foreldra sem hafa ensku að móðurmáli.

Stöðumatið kostar 12 000 kr. og til að skrá sig þarf að hafa samband við Jóhönnu Guðrúnu námstjóra í erlendum tungumálum, jog@mh.is.