Lagningardagar

Lagningardagar eru þemadagar Menntaskólans við Hamrahlíð. Á lagningardögum halda nemendur fyrirlestra fyrir samnemendur og starfsfólk tekur einnig þátt í að vera með fyrirlestra. Einnig koma utanaðkomandi aðila til að skemmta eða halda fyrirlestra. Lagnó í ár er 24. - 25. febrúar 2022. Nemendur þurfa að safna stimplum á stimplakort fyrir mætingu. Í ár þurfa nemendur að fá 18 stimpla í heildina til að fá mætingu. Dagskráin er fjölbreytt og hér má skoða það sem verður í boði í ár. Skráning á að hefjast á hádegi 22. febrúar og verður hlekkur á hana settur á heimasíðu NFMH

Myndband frá lagnó

 Skólaþing - niðurstöður hópa

 Skólaþing - niðurstöður