Lagningardagar

Lagningardagar 2023 verða fimmtudaginn 16. febrúar og föstudaginn 17. febrúar. Þessa daga liggur hefðbundin kennsla niðri og nemendum stendur til boða skemmtileg og metnaðarfull dagskrá sem Lagningardagaráð hefur sett mikla vinnu í að skipuleggja. Í dagskránni er ýmislegt í boði eins og íþróttaviðburðir, slökun, spil, bíósýningar, skólaþing og ýmsir fyrirlestrar í umsjón nemenda, kennara og ýmissa utanaðkomandi aðila. Kórinn mun vera með veitingasölu á Matgarði svo allir hafi orku og úthald í að skemmta sér.

Nemendur skrá sig á viðburðina í gegnum skráningarkerfi sem verður aðgengilegt frá heimasíðu NFMH og þar mun dagskráin birtast um leið og hún er tilbúin. Viðburðir eru misstórir og alltaf verður einhver stór viðburður í gangi svo allir komist í eitthvað. Þau sem skrá sig á viðburði eru um leið að taka þátt í happdrætti, sem dregið verður úr eftir Lagningardaga, þar sem fullt af skemmtilegum vinningum verður í boði. Það er ekki mætingarskylda á viðburðina á Lagningardögum og gert er ráð fyrir að nemendur sjái sjálfir gagn og gaman í því að mæta og njóta þess að vera saman. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt og njóta dagskrár Lagningardaga 2023.

Góða skemmtun