Kynning á Háskólaherminum kl. 12:40 í stofu 11

Kynning á Háskólherminum verður í stofu 11 kl. 12:40 14. jan og 15. jan á sama tíma og í sömu stofu

Í Háskólahermi heimsækja nemendur fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða. Heimsóknin gefur góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér.

Fræðasvið Háskóla Íslands eru:

·         Félagsvísindasvið

·         Heilbrigðisvísindasvið

·         Hugvísindasvið

·         Menntavísindasvið

·         Verkfræði- og náttúruvísindasvið

 

Skráning í Háskólahermi hefst 16. janúar klukkan 12:00. 300 pláss eru í boði og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Aðeins nemendur í þátttökuskólum geta skráð sig í Háskólahermi. Miðað er við að þátttakendur séu um það bil hálfnaðir með nám til stúdentsprófs.

Mikilvægt er að áhugasamir séu tilbúnir að skrá sig á þeim tíma, þar sem undanfarin ár hefur fyllst á Háskólahermi á örfáum mínútum.