Ganga vegna aukatíma í íþróttum

Ganga vegna aukatíma í íþróttum verður mánudaginn 14. október á fyrsta degi Októberlotunnar. Á þessum tíma eru engar aðrar kennslustundir í gangi og því um að gera að nýta sér þetta.
Gangan hefst við MH kl. 9:00 og göngufólk þarf að klæða sig eftir veðri.
Nemendur athugið að þetta er eina ganga annarinnar til að bæta upp aukatímana og því kjörið tækifæri í boði.