Skólinn

Menntaskóli

Velkomin(n) á heimasíđu MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966. Markmið skólans er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 - 11:50 og 12:20 - 15:30 virka daga. Strætóleið 13 fer Hamrahlíðina - rauntímakort hér

Fréttir

Leikfélag Menntaskólans viđ Hamrahlíđ kynnir međ stolti leiksýninguna Stofufangelsi

Stofufangelsi LFMH
Sýningin er frumsamin af meðlimum leikhóps MH og hefur því aldrei verið sýnd áður!
Sýningin verður sýnd í leikaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð, Undirheimum.
Gengið er inn fyrir aftan skólann í gegnum járnhlið.

Takmörkuð sæti í boði á hverja sýningu.
Miðapantanir og fyrirspurnir skulu sendast á leikfelag@nfmh.is
Lesa meira

Kór Menntaskólans viđ Hamrahlíđ í tónleikaferđ um Suđausturland

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11. - 13. apríl nk. 

  • Laugardaginn 11. apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15. 
  • Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika, í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14 og í Djúpavogskirkju kl. 20 auk þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði. 
  • Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar kl.10 í Hafnarkirkju  og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á Skógum kl. 20. 
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana.

Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið 1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason. 

Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni  eru íslensk og erlend tónverk...

Lesa meira

Fyrsti kennsludagur eftir páska

Miðvikudagurinn 8. apríl er fyrsti kennsludagur eftir páska.

Páskafrí hafiđ! Opnunartímar skrifstofu skólans í páskaviku.

Mánudag og þriðjudag í dymbilviku, 30. og 31. mars, verður skrifstofa skólans opin frá kl.10:00 til kl. 14:00. Eftir páska verður skrifstofan opin frá og með þriðjudeginum 7. apríl á auglýstum skrifstofutíma. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 8. apríl.

Gleðilega páska!

headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góðan dag!


moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf