Skólinn

Menntaskóli

Velkomin(n) á heimasíđu MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966. Markmið skólans er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 - 11:50 og 12:20 - 15:30 virka daga. Strætóleið 13 fer Hamrahlíðina - rauntímakort hér

Fréttir

Ađalfundur foreldraráđs MH verđur 2. október kl. 20:00 - 21:30

Aðalfundur foreldraráðsins verður fimmtudaginn 2. október í stofu 11 kl. 20-21:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning stjórnar. Fræðsluerindi er frá Páli Ólafssyni félagsráðgjafa og sérfræðingi hjá Barnaverndarstofu, sem fjallar um samskipti foreldra og ungmenna.

Allir foreldrar nemenda í MH er velkomnir.

Fréttabréf og kynningarkvöld fyrir foreldra og forráđamenn nýnema

Á hverju hausti er foreldrum nýrra nemenda sent fréttabréf með ýmsum hagnýtum upplýsingum og hugleiðingum frá stjórnendum, kennurum og nemendum. Ritstjórar eru Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson íslenskukennarar.

Í nýju Fréttabréfi til foreldra og forráðamanna nýnema er boðað til kynningarfundar í skólanum 25. september nk. kl. 20.00 til 21:30. Í fréttabréfinu gefur að líta dagskrá kynningarfundarins en þar eru einnig stuttir pistlar til hugleiðingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirrra. Jafnframt eru þar ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann.


Gullverđlaun í Hjólum í skólann

Hjólum í skólann árið 2014 stóð frá 12. – 16. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en það er tveimur fleiri skólum en árið 2013. Þátttakendur voru alls 1.236 og hjólaðir voru 12.528 km eða 9,36 hringir í kringum Ísland.

Menntaskólinn við Hamrahlíð vann gullverðlaun í flokki skóla með yfir  1000 nemendur og starfsmenn. Vel gert MH-ingar!


Tökum öll höndum saman og flokkum rusl!headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góðan dag!


moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf