Skólinn

Menntaskóli

Velkomin(n) á heimasíđu MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966. Markmið skólans er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 - 11:50 og 12:20 - 15:30 virka daga. Strætóleið 13 fer Hamrahlíðina - rauntímakort hér

Fréttir

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
  • Tvö próf eru á sama tíma
  • Þrjú próf eru á sama degi
  • Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir miðvikudaginn 30. apríl.

Mánudag 14. og ţriđjudag 15. apríl verđur skólinn opinn frá 10:00

Mánudag og þriðjudag í dymbilviku, 14. og 15. apríl, verður skólinn opinn frá 10:00. Bókasafn, námsráðgjöf, námstjóraskrifstofa og skrifstofa verða opin til kl. 14:00. Nemendur geta nýtt sér sameiginleg svæði, tölvur og prentara. Hægt er að sækja um aðgang að skólastofum milli 10:00 og 14:00. Nú er um að gera að nýta tímann vel!


Breytt próftafla

Breytt próftafla í vor er aðgengileg hér. Prófað verður viku síðar en áætlað var og standa prófin frá 9. maí til 20. maí að meðtöldum laugardögunum 10. og 17. maí. Uppröðun prófa er óbreytt að því undaskildu að vegna ferðar spænskuáfanga hafa próf í spænsku og frönsku verið færð milli daga. Próftaflan verður fljótlega aðgengileg hverjum nemanda í Innu. Umsóknarfrestur vegna breytinga á próftöflu verður auglýstur síðar.


Breytingar á almanaki annarinnar ađ afloknu verkfalli

Skjal með ræðu Lárusar rektors á sal 7. apríl má nálgast hér og upptöku hér. Helstu breytingar á almanaki að afloknu verkfalli eru þessar:

  • Bætt er við kennsludegi þriðjudaginn 22. apríl og kennt eins og um fimmtudag sé að ræða.
  • Bætt er við kennsludögum 2., 5., 6. og 7. maí.
  • Fyrsti prófdagur verður föstudagurinn 9. maí.
  • Gert er ráð fyrir prófum laugardagana 10. og 17. maí.
  • Síðasti prófdagur verður þriðjudaginn 20. maí.
  • Útskrift verður sunnudaginn 25. maí kl. 14:00.
  • Prófasýning og staðfesting á vali verður þriðjudaginn 27. maí.

Það mun reyna mikið á nemendur og kennara á næstunni við að ljúka önninni á þeirri hraðferð sem við blasir. Gott skipulag, einbeitni og dugnaður mun ráða mestu um hvernig til tekst. Upplýsingar um breytta próftöflu og fleira þvi tengdu koma síðar.


headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góðan dag!
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf