Skólinn

Menntaskóli

Velkomin(n) á heimasíđu MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966. Markmið skólans er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 - 11:50 og 12:20 - 15:30 virka daga. Strætóleið 13 fer Hamrahlíðina - rauntímakort hér

Fréttir

Haustfrí 16. - 20. október

Dagana 16. til 20. október fara nemendur og stafsmenn skólans í haustfrí. Skólinn er lokaður þessa daga.

Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 21. október kl. 8:30.

Leiđarlok öldungadeildar

Lárus H. Bjarnason rektor skrifar:
Nú er komið að leiðarlokum öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð.  Ákveðið hefur verið að leggja deildina niður um áramótin 2014 – 2015.  Ástæðurnar eru annars vegar sífellt þverrandi aðsókn og hins vegar nýleg ákvörðun yfirvalda í tengslum við fjárlagagerð næsta árs um að leggja af fjárveitingar til þeirra sem leggja stund á nám til stúdentsprófs og hafa náð 25 ára aldri. Með þessu er rekstrargrundvöllur kvöldnámsins í MH algerlega brostinn og skólanum er nauðugur einn kostur að hætta þeirri starfsemi. Stjórnendum MH þykir miður gangvart núverandi nemendum deildarinnar að þurfa að tilkynna þetta með svo knöppum fyrirvara. Ekki er útilokað að unnt verði að greiða úr málum sumra með því að bjóða þeim setu í einstaka áföngum dagskólans á komandi vorönn.
Lesa meira

Vali dagskólanema fyrir vorönn 2015 er lokiđ.

Nú eiga allir nemendur sem hyggja á áframhaldandi skólavist í dagskóla á vorönn 2015 að hafa lokið vali.

Vali fyrir vorönn lýkur í dag mánudaginn 13. október

Vali fyrir vorönn 2015 lýkur í dag mánudaginn 13. október. Þeir sem ekki eru búnir að velja verða að gera það strax í dag!

headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góðan dag!


moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf