Skólinn

Menntaskóli

Velkomin(n) á heimasíđu MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966. Markmið skólans er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 - 11:50 og 12:20 - 15:30 virka daga. Strætóleið 13 fer Hamrahlíðina - rauntímakort hér

Fréttir

Foreldraráđ MH kynnir: Erindi frá Rannsókn og greiningu um hagi, líđan og vímuefnanotkun nemenda Menntaskólans viđ Hamrahlíđ


Foreldraráð Menntaskólans við Hamrahlíð stendur fyrir kynningu á niðurstöðum könnunar um hagi, líðan og vímuefnaneyslu nemenda skólans þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20. Rannsókn og greining lagði könnunina fyrir árið 2013 en könnunin hefur reglulega verið lögð fyrir framhaldsskólanema á Íslandi frá árinu 1992 og gefur því ágætis mynd af þróun framangreindra þátta síðustu 20 árin. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsókn og greiningu mun koma og greina frá niðurstöðum fyrir Menntaskólann við Hamrahlíð og bera saman við  heildina og aðra framhaldsskóla.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugavert erindi.

Fundurinn er þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20:00 í stofu 11.


Til hamingju Alma Ágústsdóttir

Alma Ágústsdóttir, nemandi MH, sigraði sjöttu ræðukeppni the English Speaking Union (ESU) og Félags enskukennara (ATEI) sem haldin var hér á landi  laugardaginn 21. febrúar. Þema keppninnar var: To be Ignorant of the Past is to Remain a Child.Alma hefur nú unnið sér keppnisrétt í undanúrslitum sem fram fara í Lundúnum mánudaginn 11. maí. Þar á hún að flytja ræðu út frá þemanu: Culture is not a Luxury but a Necessity. Lokakeppnin verður föstudaginn 15. maí 2015.

Alma Ágústsdóttir is to be congratulated on her victory in the 6th National Public Speaking Competition held each year jointly by the English Speking Union in Iceland (ESU) and the Association of Teachers of English in Iceland (ATEI). The theme was " To be Ignorant of the Past is to Remain a Child".  Alma goes to London in May where she competes in an International Competition on the theme "Culture is not a Luxury but a Necessity".   There she will stay 5-6 days enjoying the company of other competitors from over 50 countries,  some of whom come to London having been selected out of thousands of contestants.

Dagskrá lagningardaga

Hér má finna dagskrá lagningardaga þar sem allir geta fundið eitthvað áhugavert.

Skólaţing á lagningardögum

Einn af viðburðum lagningardaga er skólaþing þ.s. nemendur og kennarar ræða ýmislegt er viðkemur starfi skólans. Skólaþingið er haldið miðvikudaginn 18. febrúar  frá 10 - 12 á Miklagarði.
Umræðuefnin í ár verða:  1) sorpflokkun, 2) nemendafélagið, 3) forvarnir, 4) borðamenning og uppröðun borða, 5) Sómalía matsala nemenda, 6) grunnþættir menntunar, 7) framhaldskólaeiningarnar nýju, 8) farsímanotkun í tímum, 9) tímarammi stundatöflu og 10) inntak og eðli lagningardaga. Allir skiptast á skoðunum og skólinn verður betri!

headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góðan dag!


moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf