Þjónusta

Nemendum stendur ýmiss konar þjónusta til boða í skólanum. Tenglar á nánari upplýsingar eru í dálki hér til hægri.

Kennarar, umsjónarkennarar/lífsleiknikennarar, námstjórar og fagstjórar veita upplýsingar um nám og kennslu í sínu fagi eða deild.

Námsráðgjafar veita nemendum persónulega ráðgjöf, náms- og starfsráðgjöf og liðsinna nemendum varðandi upplýsingaöflun um námið hér við skólann og nám að loknu stúdentsprófi.

Sálfræðingur: Allir nemendur MH geta leitað til sálfræðings skólans þeim að kostnaðarlausu. 

Í námsveri má fá aðstoð við heimanám.

Í Handbók nemenda og forsjáraðila, á heimasíðu skólans, eru leiðbeiningar um aðgang að Innu, upplýsingakerfi framhaldskólanna, þar sem skoða má námsferil, fjarvistir og fleira.  Upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans.

Síðast uppfært: 15. júní 2023