- Skólinn
- Námið
- IB Studies
- Þjónusta
- Bókasafn
Í Menntaskólanum við Hamrahlíð er einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi ekki liðið. Ef grunur vaknar um brot á meðal nemenda eða starfsmanna skal strax tekið á málum.
Skilgreining
Samkvæmt reglugerð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004 og reglugerð velferðarráðuneytisins nr. 1009/2015 er einelti skilgreint sem ámælisverð eða síendurtekin athöfn eða hegðun sem niðurlægir, gerir lítið úr, móðgar, særir, mismunar eða ógnar og veldur vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.
Birtingarmyndir geta verið margs konar:
Fyrirbyggjandi aðgerðir og forvarnir
Viðbragðsáætlun
Ef grunur er um einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi skal sá sem fær vitneskju um málið hafa samband við einhvern eftirtalinna: stjórnendur skólans, kennara, náms- og starfsráðgjafa eða hjúkrunarfræðinginn. Allar ábendingar eru kannaðar til hlítar og unnið með þær sem trúnaðarmál. Sjá viðbragðsáætlun og skráningarblað hér að neðan. Endurskoða skal þessa viðbragsáætlun reglulega.
Viðurlög
Viðurlög við broti eru samkvæmt skólareglum og reglum um ríkisstarfsmenn. Gerandi eineltis verður látinn axla ábyrgð og getur fengið áminningu, verið fluttur til í áfanga/starfi eða verið vikið úr skóla/sagt upp.