Til að hefja nám á tónlistarbraut skulu nemendur hafa þreytt lokapróf grunnskóla í íslensku, ensku, samfélagsgreinum og stærðfræði. Einkunnir á lokaprófi í íslensku, ensku, samfélagsgreinum og stærðfræði skulu vera B að lágmarki í hverri námsgrein.
Eldri nemendur sem sækja um skólavist eru metnir á grundvelli einkunna úr grunnskóla og áföngum sem þeir hafa lokið í framhaldsskóla.
Tónlistarbraut
|
Lágmarkseinkunn lokaprófs úr grunnskóla
|
Íslenska |
B
|
Stærðfræði |
B
|
Enska |
B
|
Danska/náttúrfræði/samfélagsfræði (ein af þessum þremur) |
B
|
Nemandi tónlistarbrautar þarf að stunda tónlistarnám til framhaldsprófs í viðurkenndum tónlistarskóla og ljúka framhaldsprófi í síðasta lagi við útskrift úr MH.