Inntökuskilyrði brauta

Inntökureglur

Til þess að hefja nám á brautum til íslensks stúdentsprófs í MH þarf nemandi af hafa lokið grunnskólanámi á fullnægjandi hátt að mati grunnskóla. Uppfylla þarf lágmarksskilyrði um lokaeinkunnir og annað sem fram kemur í eftirfarandi töflum:

Félagsfræðabraut (eldri og ný námskrá)

Málabraut (eldri og ný námskrá)

Náttúrufræðibraut (eldri og ný námskrá)

Opin braut (ný námskrá)

Tónlistarbraut (ný námskrá)

Listdansbraut til stúdentsprófs

IB braut

Til að hefja nám til hins alþjóðlega stúdentsprófs þarf nemandi hafa námsferil úr íslenskum og/eða erlendum skóla sem gefur til kynna að hann/hún sé hæf(ur) til að takast á krefjandi nám á skemmri tíma en algengast er í framhaldsskólum. Auk þess er góð enskukunnátta grundvallarskilyrði. Gert er ráð fyrir að umsækjendur um nám á IB braut fari í viðtal til stjórnanda brautarinnar (IB stallara) áður en endanleg umsókn er staðfest.  Æskilegt er að nemendur úr grunnskóla sem sækja um Pre-IB hafi að lágmarki hlotið B+ í ensku og B í stærðfræði, íslensku (ef við á), sögu og raungreinum. 

Eyðublöð vegna umsóknar um nám á IB brautinni má finna hér. Athugið að auk þess að fylla út umsóknareyðublöð og skila inn meðmælum þarf að sækja um það nám rafrænt eins og annað nám í dagskóla (sbr. hér að ofan).

 

Síðast uppfært: 04. febrúar 2019