Fall á önn

Nemandi telst fallinn á önn ef eitthvert af eftirtöldu á við:

a) hann/hún nær ekki lágmarksfjölda eininga,

b) hann/hún nær ekki lágmarkseinkunn fyrir skólasókn,

c) hann/hún hættir í skólanum áður en önn er lokið,

d) honum/henni er vísað úr skólanum.

Hyggist nemandi halda áfram námi í framhaldi af fallönn er honum/henni skylt að eiga fund með námsráðgjafa í upphafi annar og gera í samráði við hann vinnuáætlun fyrir námið á önninni.

Falli nemandi á önn tvisvar í röð er áframhaldandi skólavist óheimil.

 

Síðast uppfært: 19. október 2017