Náms- og starfsfræðsla

Veittar eru upplýsingar um nám og námsleiðir í MH, öðrum skólum og ráðgjöf vegna vals á námi og starfi en margir nemendur eru tvístígandi um hvaða nám og/eða starf henti þeim og hvernig nám og störf tengjast.

Áhugasvið nemenda skiptir miklu máli varðandi náms- og starfsval og geta nemendur tekið áhugasviðspróf. Nemendum stendur til boða að taka BENDIL 2, áhugasviðskönnun/próf á síðustu önninni. Slík könnun/próf gefur vísbendingar um ýmsa möguleika á náms- og starfsvali með hliðsjón af áhugasviði viðkomandi.    

 

 

Síðast uppfært: 17. janúar 2019