Samstarf nemenda, forráðamanna og skóla

Það eru mikil viðbrigði fyrir nemendur að hefja nám í framhaldsskóla. Það er heilmikið stökk fyrir þau að fara á milli grunnnskóla og framhaldsskóla, en í framhaldsskólanum vinna saman lögráða og ólögráða nemendur. Einnig eru þetta mikil viðbrigði fyrir foráðamenn. Því er foreldraráð vettvangur fyrir foreldra og forráðamenn til samráðs og samstarfs. Með samstarfinu má stuðla að aukinni vitund um forsjárskyldur, þekkingu á réttindum og skyldum þeirra og barnanna.

 

Síðast uppfært: 09. ágúst 2017