Ég Skólinn Samfélagið
Námsáætlun í Lífsleikni (LÍFS1AA03)
Í LÍFS-áfanganum er nemendum ætlað að skoða sjálfan sig og hugmyndir sínar í nýju umhverfi og þroska með sér ábyrgt viðhorf til þekkingar strax við upphaf skólavistar. LÍFS-áfanganum er ætlað að auðvelda nemendum að kynnast skólanum, starfsliði, þjónustu og félagslífi skólans. Kennarar í LÍFS eru jafnframt umsjónakennarar LÍFS-hópsins og verða tengiliðir í námsvali nemenda fyrstu tvær annirnar.
Meginmarkmið áfangans er að nemendur:
kynnist og læri að nýta sér áfangakerfi skólans
kynnist námsframboði skólans
tileinki sér lýðræðisleg viðhorf og vinni með þeim að því að gera MH að betri skóla
þjálfist í því að vinna í hópum
móti sér stefnu og markmið um áframhaldandi menntun og starfsleiðir
Önnur markmið eru að nemendur:
hafi aðgang að kennara sem verði þeim innanhandar í skólanum
læri að gera námsferilsáætlun yfir væntanlegt nám sitt í skólanum
hafi hóp að baklandi meðan þeir eru að finna sig innan skólans
geri sér grein fyrir aukinni ábyrgð á námi sínu sem fylgir því að vera í framhaldsskóla
þekki kröfur skólans um mætingar, verkefnaskil og próf
læri að skipuleggja tíma sinn
læri að þekkja sjálfan sig, áhugasvið, gildismat og framtíðarsýn
Námstilhögun:
Nemendur vinna að verkefnum í hópum. Hóparnir hafa nokkuð frelsi um val á viðfangsefni og framsetningu.
Verkefnin verða mest unnin í tímum. Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði er mikilvægt.
Nemendur skila verkefnum á námsnetinu.
Námsefni: Gögn sem kennari dreifir.
Námsmat: Mætingarskylda er í LÍFS1AA03 og skilaskylda á öllum verkefnum. Einkunnir eru S=staðist eða F=fallið. Nemendur sem eru fjarverandi meira en fjórar kennslustundir eru fallnir í áfanganum nema þeir hafi viðeigandi skýringar.