Valvika 7. - 11. október

Nemendur skólans velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn.  Munið að vanda valið vel.

Breytingar á fjölda eininga til stúdentsprófs

Frá og með vori 2020 fækkar lágmarkseiningum til stúdentsprófs á félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut, málabraut og opinni braut úr 215 í 205.

Breytingin er þannig eftir brautum:

  • 10 einingar eru teknar af frjálsu vali á félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut.
  • Á opinni braut er kjörgreinum fækkað úr fjórum í þrjár. Fyrsta kjörgrein er áfram fimm áfangar, önnur er fjórir áfangar og þriðja er þrír áfangar.
  • Tónlistarbraut og listdansbraut eru óbreyttar.

Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel hvaða kröfur eru inn á námsbrautir háskólanna og að valið endurspegli kröfur þess náms sem nemendur stefna á.