Valtími

Valvikan hefst 1. október með valtíma fyrir alla nemendur sem eru ekki nýnemar í MH. Hér gefst nemendur tækifæri til að hitta umsjónarkennarann/valkennarann sinn og fara yfir valið fyrir næstu önn. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta og mæta til að fá aðstoð. Allar upplýsingar um áfangaframboð vorannar verða komnar á heimasíðuna í síðasta lagi þennan dag.