Ný stokkatafla

Vorið 2021 munum við í MH kenna eftir nýrri stokkatöflu. Löngu tímarnir hafa verið færðir saman á morgnana, hádegishlé er lengra og tímasetningar á föstudögum eru öðruvísi. Með breyttri stokkatöflu vonumst við til að geta aðlagað kennsluna betur að staðnámi og rafrænni kennslu miðað við sóttvarnarreglur hverju sinni.