Aldarafmćlis dr. Róberts A. Ottóssonar minnst 17. maí kl. 20:00 í MH

Kór Menntaskólans viđ Hamrahlíđ og Hamrahlíđarkórinn minnast dr. Róberts A. Ottóssonar međ dagskrá í hátíđarsal MH á uppstigningardag, fimmtudaginn 17.

Aldarafmćlis dr. Róberts A. Ottóssonar minnst 17. maí kl. 20:00 í MH

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn minnast dr. Róberts A. Ottóssonar með dagskrá í hátíðarsal MH á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 20, en þann dag er öld liðin frá fæðingu Róberts. Hann fæddist í Berlín og stundaði þar tónlistarnám en flýði hingað til lands undan nasismanum árið 1935.

Róbert var meðal merkustu tónlistarmanna landsins og starfaði á ýmsum vettvangi, meðal annars sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Söngsveitarinnar Fílharmóníu, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og kennari við Háskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá var hann fyrsti Íslendingurinn til að ljúka doktorsprófi í tónvísindum með ritgerð sinni um Þorlákstíðir.

Hamrahlíðarkórarnir syngja undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sem var nemandi Róberts, útsetningar hans á íslenskum og erlendum lögum, meðal annars raddsetningar sem hann gerði sérstaklega fyrir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Einnig flytja kórarnir Miskunnarbæn fyrir kór og strengjasveit, sem er eitt fárra frumsamdra tónverka sem Róbert lét eftir sig. Þá mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja erindi um líf og starf Róberts.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. headerheaderheaderheader

Skólaskjár

Góđan daginn.
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf