ÞJÓÐ2AF05 - Fjármálalæsi

Stutt lýsing á áfanganum:

Viðfangsefni áfangans eru fjármál einstaklingsins. Farið er í þau grunnatriði sem allir þurfa að kunna skil á í fjármálum svo sem sparnað, bókhald, lán, skatta, lífeyri og fleira. Einnig verður farið í réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið yfir aðalatriðin sem einstaklingar þurfa að kunna til þess að skilja efnahagsumræðuna sem og hlutverk einstaklingsábyrgðar í fjármálum og viðskiptum.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Verðbólga, verðtrygging, fasteignalán,lífeyrisréttindi, heimilisbókhald, skattur, sparnaður, bílalán, námslán, gengi gjaldmiðla.

Námsmat:

Verkefni, ritgerðir og kaflapróf.