STÆR3CC05 - Stærðfræði 3 - hornafræði og vigrar

Staða áfanga:

Kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut

Stutt lýsing á efni áfangans:

Vigrar, hornaföll, hornafallareglur fyrir þríhyrninga, hornafallajöfnur, keilusnið, almenn jafna beinnar línu, fjarlægð punkts frá línu, umritun hornafalla , gröf hornafalla og radíanar.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Vigur, innfeldi, hornafræði, hornafallajöfnur, keilusnið, almenn jafna beinnar línu og ofanvarp .

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.