STÆR2CT05 - Tölfræði og líkindareikningur

Staða áfanga:

Valáfangi í stærðfræði.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Tíðnitöflur, myndræn framsetning, miðsækni og mæling á dreifingu, líkindafræði, normaldreifingar, öryggisbil, tilgátuprófun og fylgni.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Meðaltal, staðalfrávik, líkindi, normaldreifing, z-stig, fylgni, öryggisbil, úrtak og þýði.

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.