STÆR2BQ05 - Stærðfræði 2 - annars stigs jöfnur, föll og talningarfræði. Eingöngu fyrir nemendur á FÉL og MÁL (taka má STÆR2BB05 í stað STÆR2BQ05)

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á öðrum brautum en náttúrufræðibraut.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Algebra, ójöfnur, myndlæsi, annars stigs jöfnur, föll og gröf. Kynning á talningarfræði, runum og fleiru.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Talnabil, ójöfnur, föll, annars stigs jöfnur, fleygbogar, Pascal-þríhyrningurinn, brotnir veldisvísar, vísisföll, lograr, jafnmunarunur.

Námsmat:

Annareinkunn gildir 40% og byggist á kaflaprófum , heimadæmum og ástundun. Lokapróf er skriflegt og gildir 60% . Annareinkunn er ekki reiknuð nema nemandi nái lokaprófinu. Nemandi þarf að ná lokaprófinu til þess að ná áfanganum.