SPÆN1CC05 - Spænska 3

Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun,
þar sem lögð er mikil áhersla á menningu spænskumælandi landa. Orðaforðinn
er aukinn, þátíðir innleiddar og framtíð kennd. Nemendur lesa fjölda texta um
menningartengd málefni, horfa á myndefni tengt þeim auk þess að lesa
léttlestrarbók. 

Námsmat: Ýmiss konar verkefni og próf á önninni gilda 60% af lokaeinkunn á
móti 40% lokaprófi.