SPÆN1AA05 - Spænska 1

Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki
sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í
lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun.
Áhersla er lögð á að kenna spænskan framburð, munnleg samskipti,
uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í
kennsluna menningu spænskumælandi landa. 

Námsmat
Skrifleg og munnleg verkefni á önninni gilda 50% af lokaeinkunn á móti 50%
lokaprófi.