SKÁK 1-5 - Skák - kennt utan stundatöflu

Staða áfanga:

Áfangarnir eru valáfangar á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Allir skákáfangar eru kenndir í einum hóp og mestur hluti tímans fer í að nemendur tefla sjálfstætt.

Kennari leggur mat á hvar nemendur standa og kennir hverjum og einum samkvæmt því. Sumir nemendur læra því grunnreglur í skák - mannganginn - , aðrir læra mátaðferðir og enn aðrir læra um heilbrigða uppbyggingu í skák.

Einkunn byggist á mætingu, en áhugasamir nemendur geta leyst skákþrautir til að hækka einkunn.