SÁLF2BT05 - Lífeðlisleg sálfræði

Staða áfanga:

Áfangi er nauðsynlegur undanfari 3. þreps áfanga í sálfræði (nemendur velja annað hvort SÁLF2BT05 eða SÁLF2BÞ05).

Stutt lýsing á efni áfangans: 

Í áfanganum fá nemendur kynningu á taugakerfinu, með sérstakri áherslu á miðtaugakerfið. Farið er yfir byggingu taugafrumna, taugaboð, taugaboðefni, byggingu og þróun heilans, ólíka virkni heilahvelanna og samspil taugakerfisins og sálarlífsins. Fjallað er sérstaklega um geðraskanir og áhrif vímuefnanotkunar á taugakerfið. Að auki er fjallað um sjónskynjun, svo sem líffræði augans, hvernig unnið er úr sjónáreitum í heilanum, dýptarskynjun og litaskynjun. Einnig er fjallað um svefn, þær lífeðlislegu breytingar sem verða á líkamsstarfseminni í svefni, tilgang svefns og atriði/sjúkdóma sem trufla getu fólks til þess að sofa.

Nokkur lykilhugtök áfangans

Taugafrumur, boðefni, taugaboð, taugamót, vímuefni, geðraskanir, þróun, heilinn, augað, sjónskynjun, skynvillur, svefn, draumar, svefnrannsóknir, svefnraskanir.

Námsmat

Tímaverkefni, tímapróf, tilraunaskýrsla, rannsóknarritgerð og lokapróf.